Á morgun, þriðjudag, verður hreppsnefndarfundur hjá Hólmavíkurhreppi og hefst hann klukkan 17:00 á skrifstofu hreppsins. Hreppsnefndarfundir eru opnir öllum þeim sem hlýða vilja á. Dagskrá fundarins hefur verið auglýst eftir venju og er eftirfarandi:
Fundarefni:
- Erindi frá Valdemar Guðmundssyni að sett verði á laggirnar Menningarmálanefnd Hólmavíkur.
- Erindi frá Félagi skipstjórnarmanna um umboð til kjarasamningsgerðar fyrir félagsmenn.
- Erindi frá Sjávarútvegsráðuneyti um tillögur að úthlutun byggðakvóta fyrir Hólmavíkurhrepp.
- Erindi frá Vátryggingarfélagi Íslands hf. ásamt tillögu að samkomulagi um vátryggingar.
- Erindi frá Ólöfu Jónsdóttur og Reyni Stefánssyni frá Hafnardal.
- Fyrirkomulag snjómoksturs á Langadalsströnd.
- Erindi frá Félagsmálaráðuneyti um áætlaðar heildargreiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2005.
- Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 10. desember 2004.
Samkvæmt fundarboði er gert ráð fyrir að eftirtaldir hreppsnefndarmenn sitji fundinn:
-
Haraldur V.A. Jónsson
-
Elfa Björk Bragadóttir
-
Valdemar Guðmundsson
-
Eysteinn Gunnarsson
-
Kristín S. Einarsdóttir