Það er nóg um að vera og mikið fjör hjá Umf. Geislanum á Hólmavík þessa dagana, en vefnum hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Þorvaldi Hermannsyni þjálfara: Líkt og undanfarin ár mun Geislinn fara í Borgarnes og keppa í knattspyrnu. Mótið fer fram dagana 23.-25. júní. Drög að dagskrá er komin á netið og hægt er að sjá allt um mótið á heimasíðu Skallagríms (www.skallagrimur.is). Við í Geislanum verðum í samstarfi við Umf. Kormák á Hvammstanga en það stefnir í metþátttöku hjá okkar krökkum í ár. Foreldrar ættu endilega að hafa samband ef eitthvað er ekki á hreinu og einnig ef einhvern vantar far eða „fósturforeldra” yfir helgina.
Mótið hefst á næsta föstudag með setningu kl. 15.30 en æskilegt er að vera mættur á völlinn kl. 15.15. Leikirnir hefjast kl. 16.00. Við höfum fengið úthlutað gistiplássi innandyra.
Foreldrar/forráðamenn vinsamlegast skráið þátttöku barna ykkar hjá undirrituðum:
Þorvaldur Hermannsson
Sími: 451-3370 /849-9830
totilubbi@hotmail.com