22/11/2024

Öskudagsball á Hólmavík

osku8

Það var líf og fjör á öskudaginn á Hólmavík og margar kynjaverur á kreiki. Eftir að skóla lauk skutust börnin á milli fyrirtækja og sungu út nammi í pokana sína, en síðar um daginn var öskudagsball í félagsheimilinu á Hólmavík. Þar var kötturinn sleginn úr tunnunni sem reyndist svo innihalda ómælt magn af karamellum. Allir voru kátir og hressir, ungir sem aldnir.

osku1 osku2 osku3 osku4 osku5 osku6 osku7

Öskudagsball á Hólmavík – ljósm. Ester Sigfúsdóttir