Litlu jólin í Grunnskólanum á Hólmavík voru haldin í dag með pompi og prakt. Allir bekkir skólans sýndu leikþætti, sungu og sprelluðu, áður en gengið var í kringum jólatré og jólasveinar heimsóttu ballið áður en yfir lauk. Frumsamdir leikþættir, kennara- og nemendagrín voru á dagskránni, sögur og helgileikur, bæði í hefðbundinni útgáfu og að hætti Baggalúts. Fjöldi gesta mætti á svæðið og skemmti sér hið besta með nemendunum.
Litlu jólin – ljósm. Jón Jónsson.