Tveir framboðslistar komu fram í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum og er hvorugur þeirra á vegum ákveðinna stjórnmálaflokka. Þetta eru H-listi almennra borgara og J-listi félagshyggjufólks sem kjósendur geta valið á milli við kosningarnar 27. maí. Hér að neðan er yfirlit yfir frambjóðendur, en nú má reikna með því hvað og hverju að listarnir og frambjóðendur fari að kynna stefnumál sín.
H-lista almennra borgara skipa:
1. Már Ólafsson
2. Daði Guðjónsson
3. Jón Stefánsson
4. Eysteinn Gunnarsson
5. Ólöf Jónsdóttir
6. Jóhann Áskell Gunnarsson
7. Kristín S. Einarsdóttir
8. Jón H. Halldórsson
9. Röfn Friðriksdóttir
10. Ingimundur Pálsson
J-lista félagshyggjufólks skipa
1. Rúna Stína Ásgrímsdóttir
2. Valdemar Guðmundsson
3. Jón Gísli Jónsson
4. Ásta Þórisdóttir
5. Ingibjörg Emilsdóttir
6. Bryndís Sveinsdóttir
7. Sverrir Guðbrandsson
8. Ingibjörg Birna Sigurðardóttir
9. Jóhann Lárus Jónsson
10. Gunnlaugur Sighvatsson
Vitað er að óhlutbundin kosning milli einstaklinga verður í Kaldrananeshreppi og Árneshreppi, en ekki listakosning. Fréttir hafa ekki borist úr Bæjarhreppi.