Það var líf og fjör á Kolaporti á Hólmavík á sunnudaginn var. Það voru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk sem stóðu fyrir framtakinu og margvíslegur skemmtilegur söluvarningur var þarna á boðstólum. Einnig var kaffihús á staðnum sem krakkarnir stóðu fyrir, svokallað Kolakaffi þar sem fá mátti kaffi og kakó, auk kræsinga. Yfir 20 sölubásar voru á staðnum og létu krakkarnir vel af sölunni og dagurinn var ljómandi skemmtilegur.