23/11/2024

Indriði efstur í stærðfræðikeppni

Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík náðu góðum árangri í árlegri stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi, en keppnin var haldin í lok febrúar. Tveir nemendur í skólanum eru meðal tíu efstu í sínum árgangi, þau Indriði Einar Reynisson sem náði besta árangrinum af nemendum í 10. bekk og Silja Ingólfsdóttir í 8. bekk sem var í hópi 10 efstu í sínum árangi. Silja tók þátt í keppninni í fyrsta sinn en Indriði hefur áður verið í hópi þeirra efstu. Meirihluti nemenda í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík tók þátt í keppninni eins og síðustu fjögur árin og stóðu allir sig með miklum ágætum.

 

Ljósm. Ásta Þórisdóttir