22/11/2024

Stórmeistarajafntefli

Keppnin í tippleik strandir.saudfjarsetur.is um helgina var spennandi í meira lagi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútu, en þá var Baldur Smári Ólafsson með eins stigs forystu á hinn keppandann, Ágúst Einar Eysteinsson á Hólmavík. Allt stefndi því í sigur Baldurs en gamla miðvallarbrýnið Don Hutchinson var ekki á því að Baldur næði að hala inn annan sigurinn í röð og jafnaði fyrir Coventry á útivelli gegn Southampton á síðustu sekúndum leiksins. Kapparnir fengu því sjö stig hvor og þurfa að mætast aftur á næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit helgarinnar auk stöðunnar í tippleiknum, en það má reikna með að Baldur og Gústi séu með þeim allra síðustu sem geta gert raunverulega atlögu að fyrsta sætinu sem er í höndum Jóns Jónssonar á Kirkjubóli:

Staðan í tippleiknum:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2-3. Bjarni Ómar Haraldsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
2-3. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)                  
4. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
5. Kolbeinn Jósteinsson – 2 sigrar
6-7. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
6-7. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
8. Baldur Smári Ólafsson – 1 sigur (1 jafnt.)
9. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
10. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
11-12. Andri Freyr Arnarsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
11-12. Ágúst Einar Eysteinsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
13-18. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
13-18. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
13-18. Helgi Jóhann Þorvaldsson – 0 sigrar
13-18. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
13-18. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
13-18. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar

 

ÚRSLIT

BALDUR

GÚSTI

1. Fulham – Arsenal  

2

X

2

2. West Ham – Everton    

X

1

1

3. Newcastle – Bolton   

1

1

1

4. Aston Villa – Portsmouth

1

1

X

5. Middlesbro – Birmingham  

1

1

1

6. Burnley – Reading

2

2

2

7. Watford – Derby

X

1

1

8. C. Palace – Leeds

2

1

1

9. Preston – Ipswich

1

1

1

10. Cardiff – Sheff. Wed.

1

1

1

11. QPR – Wolves

X

1

X

12. Norwich – Stoke  

1

1

X

13. Southampton – Coventry

X

1

2

 

 

7 réttir

7 réttir