25/11/2024

Námskeið í stafsetningu

Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir námskeiðum á StröndumFræðslumiðstöð Vestfjarða með Smára Haraldsson í fararbroddi hefur á undanförnum árum verið að efla mjög starfsemi sína á Ströndum. Í vetur hefur verið haldið ljósmyndanámskeið, skrautskriftarnámskeið og Photoshop námskeið sem öll hafa verið kennd á Hólmavík. Einnig stendur til að halda tölvunámskeið á Drangsnesi þegar næg þátttaka fæst. Fræðslumiðstöðin stendur fyrir námskeiði í stafsetningu sem hefst mánudaginn 6. mars ef næg þátttaka fæst. Rifjaðar verða upp helstu stafsetningarreglur íslenskrar tungu og nemendur þjálfaðir í stafsetningu.

Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Hólmavík, stofu 110. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga, kl 19:30-22 dagana 6. –15. mars og 27. mars til 5. apríl,  alls 24 kennslustundir. Leiðbeinandi er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir. Skráning fer fram hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. www.frmst.is eða hjá Stínu Einars í síma 8673164 og með tölvupósti á netfangið stina@holmavik.is.