1. Watford – Bolton
Kristján: Bolton tekur gamla liðið hans Elton Johns. Tákn: 2.
Siggi: Auðvitað mætti ætla að Bolton hefði það en ég veit nú hvað Watford eru góðir. Tákn: 1.
+++
2. Luton – Liverpool
Kristján: Ætli maður neyðist ekki til að veðja á Liverpool þó erfitt sé. Tákn: 2.
Siggi: Mínir menn vinna þetta – engin spurning. Tákn: 2.
+++
3. Norwich – West Ham
Kristján: Ég ætla að halda áfram með Norwich. Tákn: 1.
Siggi: Ég held að það verði gríðarleg barátta í þessum leik, en á samt eftir að enda í jafntefli. Tákn: X.
+++
4. Blackburn – QPR
Kristján: Blackburn tekur þetta. Tákn: 1.
Siggi: Blackburn eiga sjálfsagt eftir að brjóta einn eða tvo en QPR tekur þá. Tákn: 2.
+++
5. Sheff. Wed – Charlton
Kristján: Hermann og félagar vinna létt. Tákn: 2.
Siggi: Hér ætti Charlton að taka þá í nefið og halda það líka sjálfir, en ég veðja á heimasigur. Tákn: 1.
+++
6. Millvall – Everton
Kristján: Ætli Everton reyni ekki að girða sig í brók og taki þetta. Tákn: 2.
Siggi: Fátt um þetta að segja, Bítlarnir taka þennan. Tákn: 2.
+++
7. WBA – Reading
Kristján: Reading með Íslendingana í broddi fylkingar kemur á óvart og sigrar. Tákn: 2.
Siggi: Ég held með Reading en verð að láta mér nægja jafntefli. Tákn: X.
+++
8. Ipswich – Portsmouth
Kristján: Ipswich er mitt lið síðan í gamla daga. Tákn: 1.
Siggi: Harry Redknapp hefur nú alltaf verið minn maður og þeir verða bara að vinna þennan. Tákn: 2.
+++
9. Torquay – Birmingham
Kristján: Þetta veit ég ekkert um. Tákn: X.
Siggi: Pass! Tákn: 2.
+++
10. Derby – Burnley
Kristján: Heimavöllurinn verður drjúgur. Tákn: 1.
Siggi: Burnley vantar Guðjón Þórðar til að vinna. Tákn: X.
+++
11. Wolves – Plymouth
Kristján: Úlfarnir vinna nokkuð létt. Tákn: 1.
Siggi: Úlfarnir taka þennan heima. Tákn: 1.
+++
12. Preston – Crewe
Kristján: Preston hefur þetta. Tákn: 1.
Siggi: Preston tekur þennan létt. Tákn: 1.
+++
13. Brighton – Coventry
Kristján: Coventry sigrar fyrir Adda. Tákn: 2.
Siggi: Hér veðja ég á útisigur (bara fyrir Adda). Tákn: 2.
+++
Kristján: Þetta er nú meiri seðillinn. Nú ætla ég að nota happa og glappa aðferð. Það hlýtur að duga vel. Nýja árið hlýtur að verða mér gott og farsælt í ensku knattspyrnunni. Kveðja, Kristján.
Siggi: Þetta á eftir að vera mjög skemmtileg umferð sérstaklega þegar bikarleikir eru í gangi því nú veit maður ennþá minna en vanalega. En við Stjáni berjumst um sigurinn og megi sá betri vinna (ef það verður ég. Kveðja, Siggi Marri.