Mesta fólksfækkunin á árinu 2005 er í dreifbýlinu á Ströndum, en þar hefur fækkað um 16 á árinu 2005. Á Drangsnesi hefur fækkað um 7 íbúa og á Hólmavík um 5. Á Borðeyri hefur hins vegar fjölgað um 3 íbúa á milli ára, eins og sjá má í töflunni hér að neðan. Ef litið er til síðustu fjögurra ára eða sem svarar eins kjörtímabils sveitarstjórna hefur íbúum á Ströndum hefur fækkað úr 841 í 767 eða um 74 einstaklinga.
Tafla um íbúafjölda milli áranna 2004 og 2005:
Íbúafjöldi |
2005 |
2004 |
Breyting |
76 |
83 |
-7 |
|
Hólmavík |
380 |
385 |
-5 |
Borðeyri |
32 |
29 |
3 |
Dreifbýli |
279 |
295 |
-16 |
Samtals |
767 |
792 |
-25 |