Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og innan við mánuður til jóla. Í tilefni dagsins verður tendrað á jólatré Hólmvíkinga við grunnskólann kl. 17:30 í dag, en þrír Norðmenn koma færandi hendi frá vinabæ Hólmavíkur í Hole með jólatréð. Tákn jólanna í ýmsum myndum eru farin að birtast á Hólmavík jafnt og annarsstaðar, það er jafnt farið að sjást á vörúrvali í Kaupfélaginu og að jólamarkaður Strandakúnstar hefur verið opnaður. Margir íbúar kauptúnsins eru líka í óðaönn að huga að jólunum og koma upp jólaskreytingum, en ljósmyndin hér að neðan er af íbúum við Hafnarbraut að lýsa upp jólin í skammdeginu. Þar stefnir í björt og tilkomumikil jól.
Daníel Ingimundarson er hátt uppi og er "ögn nær Guði" en margur maðurinn treystir sér