22/11/2024

Símamenn setja upp ADSL

Í dag eru tæknimenn frá Símanum að tengja ADSL-ið á Hólmavík og það ætti því að vera komið í gagnið alveg á næstunni.  ADSL tenging er háhraðanettenging og er að auki forsenda fyrir stafrænu sjónvarpi, en Síminn hefur ekki gefið út hvenær von er á því. Með tilkomu ADSL tengingar eykst öryggi nettengingar en örbylgjutengingin á Hólmavík hefur reynst frekar misjöfn.  Hátt í 40 fyrirtæki og einstaklingar á Hólmavík skuldbundu sig til að kaupa þessa þjónustu af Símanum, en undirskriftarlisti lá frammi í byrjun árs en þá hafði Síminn skuldbundið sig til að koma tengingunni á þremur mánuðum eftir að listanum yrði skilað inn. strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki fregnað um hvenær notkun ADSL tengingarinnar hefst.