30/10/2024

Leikirnir vaktir til lífsins

Tæknideildin hjá strandir.saudfjarsetur.is hefur látið nokkuð til sín taka hér á vefnum undanfarið. Í gær var opnað nýtt Atburðadagatal fyrir Strandir og í morgun var opnuð ný gestabók og um leið var lokað fyrir þá gömlu sem hefur verið í formi spjallþráðs. Öll eldri tilskrif eru þó að finna í nýju gestabókinni sem er að finna neðst í neðri tenglaröðinni hér á vinstri hönd. Einnig eru gömlu góðu leikirnir komnir aftur inn á vefinn, en þeirra hefur verið sárt saknað af mörgum. Leikina er einnig að finna í neðri tenglaröðinni. Á næstunni er vonast til að fleiri leikir bætist í safnið.