Umræður hafa verið meðal kvenna á Hólmavík um að hittast og gera eitthvað saman af tilefni Kvennadagsins þann 24. október. Konur um allt land munu þá ganga út af vinnustöðunum kl. 14:08 og sýna í verki samstöðu gegn launamisrétti. Tímasetningin 14:08 er valin sérstaklega með tilliti til launamismunar kynjanna, en á þeim tíma hafa meðallaun karla í landinu náð sömu launaupphæð og meðallaun kvenna eru fyrir fullan vinnudag. Ýmsar hugmyndir eru uppi meðal hólmvískra kvenna í umræðum á Srandamannaspjallinu hér á strandir.saudfjarsetur.is í tilefni dagsins, og fréttavefurinn hvetur konur til að fylgjast með og taka þátt í ákvarðanatökunni, svo barátta gegn launamismuni nái hæstu hæðum.
Þessi kona ætti að vera á góðri leið með að fá hærri laun