Íbúar Hólmavíkurhrepps á Langadalsströnd í Ísafjarðardjúpi sjá loksins fram á að vera tengdir við langþráð ISDN kerfi Símans, en starfsmenn fyrirtækisins eru að vinna í því að koma tengingu á bæina í sveitinni. Að sögn Þórðar Halldórssonar á Laugalandi eru yfir fjögur ár síðan óskað var eftir þjónustunni. Með ISDN tengingu er hraðara samband en á venjulegri símalínu auk þess sem unnt er að hafa fleiri en einn síma á hverri línu. Íbúar á Hólmavík bíða eftir því að Síminn hefjist handa við að koma á ADSL sambandi í kauptúninu, en Síminn hefur lofað að sambandinu verði komið á í nóvember þessa árs.