Veitingaskálinn Brú í Hrútafirði komst í fréttirnar í vikunni. Könnun sem gerð var síðastliðið sumar á aðstöðu og jafnrétti kynjanna, leiddi m.a. í ljós að Brúarskáli er eini söluskálinn við hringveginn þar sem er skiptiborð bæði á kvenna- og karlasalerninu. Vert er að hrósa aðstandendum fyrir slíka hugsunarsemi, enda alveg ljóst að karlar þurfa ekkert síður en konur að nota slíka aðstöðu, huga að ungviðinu og skipta um bleyjur. Varla þarf að taka fram að Brúarskáli er eini söluskálinn í Strandasýslu sem stendur við hringveginn.