22/11/2024

Halló frá Strandavini

Vefnum hafa borist góðar kveðju frá Alexöndru Hilf, þýskri stúlku sem dvaldi á Ströndum síðastliðið haust og vann háskólaverkefnið sitt í samvinnu við Strandagaldur. Alex útskrifaðist úr mastersnáminu í dag og í samtali við strandir.saudfjarsetur.is segist hún vera afar glöð yfir því og fari nú að leita fyrir sér að vinnu við hæfi. Hún hefur lagt stund á ferðamálafræði með áherslu á hagfræði greinarinnar. "Ég reyni að koma á hverjum degi inn á strandir.saudfjarsetur.is," segir Alex, "mér finnst alltaf gaman að sjá myndir af fólki sem ég kannast við, reyna mig við íslenskuna og það rifjuðust upp góðar minningar þegar ég skoðaði myndir úr réttunum fyrir stuttu."

Alex biður fyrir góðum kveðjum til allra sem þekkja hana og vonar að hún geti heimsótt Strandir aftur eins fljótt og mögulegt er. "Ég fékk senda bláberjasultu frá Ásdísi vinkonu minni á Hólmavík um daginn og það er dýrlegt að geta bragðað örlítið af sumrinu á Íslandi 2005 öðruhvoru".