22/11/2024

Sparkvöllur vígður á morgun

Sparkvöllur sem unnið hefur verið að í sumar og haust á Grunnskólalóðinni á Hólmavík verður tekinn formlega í notkun á morgun, fimmtudaginn 29. september, kl. 14:00. Ávörp verða flutt og síðan munu börn í yngri flokkum taka stuttan leik. Einnig er von er á landsliðsmanninum fyrrverandi Eyjólfi Sverrissyni frá Sauðárkróki, en hann spilaði með m.a. með félagsliðum eins og Tindastóli, Stuttgart og Hertu Berlín. Eyjólfur verður fulltrúi KSÍ á staðnum. Kostnaður hreppsins við sparkvöllinn er að sögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra Hólmavíkurhrepps mun lægri en áætlað hafði verið, að minnsta kosti rúmri milljón undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 3 milljónir.

Starfsmenn hreppsins, Siggi Marri og Stefán huga að netunum – Benedikt Sigurðsson frá Hrófá fylgist með
– ljósm. Jón Jónsson