Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins kemur fram að landbúnaðar-ráðherra hefur nú sett reglur um að frá og með þessu hausti skuli merkja allt ásetningsfé í landinu með varanlegum merkjum af gerð sem yfirdýralæknir þarf að viðurkenna. Ekki er enn fullkomlega ljóst hvaða merki eru viðurkennd, en sagt að það skýrist á næstunni og verði kynnt í næsta Bændablaði. Bændasamtökin munu annast útboð, útvegun og dreifingu þessara merkja.