22/12/2024

511 Hólmavík – nýtt póstnúmer fyrir dreifbýlið

Pósturinn ætlar sér að breyta póstnúmerum í dreifbýli sem áður voru með sama númer og næsti þéttbýlisstaður. Breytingin tekur gildi um mánaðarmótin næstu. Venjulega bætist einn við númerið í dreifbýlinu við þessa breytingu. Þannig mun póstnúmerið 510 Hólmavík gilda áfram fyrir þorpið, en 511 verður póstnúmer í dreifbýlinu í nágrenni Hólmavíkur á Ströndum.

Póstnúmerið 512 Hólmavík sem var tekið upp fyrir nokkrum árum fyrir dreifbýli í Strandabyggð við Djúp er enn í gildi. Sama gildir um 500 Staður sem gildir fyrir Hrútafjörð og Bitrufjörð, 524 Norðurfjörður fyrir Árneshrepp og 520 Drangsnes fyrir Drangsnes. Ekki er vitað á þessari stundu hvert markmiðið eða ávinningurinn er af breytingunni.