11/10/2024

50 ára söngafmæli á Malarkaffi

Það verður mikið fjör á Malarkaffi á Drangsnesi á laugardagskvöldið kemur, 4. júlí, þar sem bæði verður dansað og sungið, líklega bæði inni í sal og úti á svölum. Það er söngkonan Hjördís Geirsdóttir sem heldur upp á 50 ára söngafmæli sitt á staðnum og Svanur Hólm leikur undir. Fjörið hefst kl. 22.00 og aðgangseyrir er 1.000.- krónur. Nánari upplýsingar fást í síma 618 4872.