26/12/2024

40 makrílbátar á Hólmavík

645-mak6
Makrílævintýrið á Hólmavík heldur áfram og nú eru 40 makrílbátar á staðnum. Mikið var að gera við veiðar og löndun í gær og fram á nótt, en heldur rólegra hefur verið í morgun. Á einum sólarhring, þann 8. ágúst, komu yfir 200 tonn af makríl að landi á Hólmavíkurhöfn (frá og fram að miðnætti). Síðasta vikt í nótt var kl. 5:40 og höfðu þá komið til viðbótar 118 tonn af makríl á land frá miðnætti. Strandveiðibátar hafa einnig verið að fiska þannig að nóg er að gera og líf og fjör.