24/06/2024

38 milljónir úr Jöfnunarsjóði

Frá HólmavíkRáðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur samþykkt áætlun um úthlutun svokallaðra útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2005 og félagsmálaráðherra hefur samþykkt þessa tillögu ráðgjafarnefndarinnar. Samkvæmt áætluninni fá sveitarfélög á Ströndum rúmar 38 milljónir í útgjaldajöfnunarframlög, Hólmavíkurhreppur fær mest eða rúmar 22 milljónir. Stærstu póstarnir í þessum framlögum tengjast íbúafjölda, skólaakstri í dreifbýli sem Jöfnunarsjóðurinn greiðir fyrir að mestu leyti og fjarlægðum innan sveitarfélaga, eins og fram kemur í töflu hér á eftir.

 Þessi framlög til sveitarfélaganna fyrir einstaka þætti í rekstri þeirra eru greidd mánaðarlega og uppgjör er gert í desember.

 

Íbúafjölda 

Fjarlægðir

Skólaakstur

Sveitarfélag

framlög

innan sv.félaga

í dreifbýli

Árneshreppur

534.071

230.327

214.272

Kaldrananeshreppur

1.739.882

2.070.535

167.331

Bæjarhreppur

1.874.929

235.659

5.643.020

Broddaneshreppur

930.089

288.309

1.447.363

Hólmavíkurhreppur

7.936.933

6.819.194

6.940.020

 

 

Fækkun

Snjómokstur

Samtals

Sveitarfélag

íbúa

í þéttbýli

útg.framlög

Árneshreppur

0

0

978.670

Kaldrananeshreppur

38.079

309.429

4.325.256

Bæjarhreppur

0

0

7.753.608

Broddaneshreppur

76.159

0

2.741.920

Hólmavíkurhreppur

0

542.641

22.238.789