22/12/2024

25 króna afsláttur af bensíni og olíu

N1 sjoppan á HólmavíkFyrirtækið N1 sem er með bensínstöðvar á Ströndum býður í dag 25 króna afslátt á bensíni og díselolíu, þannig að nú er um að gera að fylla tankinn áður en tilboðið rennur út kl. 19:00. Hér er ekki um að ræða síðbúið aprílgabb, enda er 2. apríl í dag og sá 1. var í gær. Eins og glöggir lesendur strandir.saudfjarsetur.is tóku eflaust eftir var aprílgabbið hér á vefnum óvenjulega djúphugsað og fólst í því að birt var mynd af álftum með dagsannri frétt um grágæsir. Hugmyndin var sú að lesendur æddu yfir þrjá þröskulda í örvæntingarfullri leit að fuglabók áður en þeir sæu að þeir hefðu klikkað á að grípa gæsina áður en hún breyttist í álft.