22/12/2024

21% atkvæða talin í Norðvesturkjördæmi

Anna KristínNú þegar talin hafa verið 4.465 atkvæði í Norðvesturkjördæmi hefur staðan breyst þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur. Sjálfstæðismenn, Samfylking og Framsókn eru nú með 2 þingmenn kjördæmakjörna og Vinstri grænir og Frjálslyndir með 1 kjördæmakjörinn hvor. Eins og staðan er núna er það 3. þingmaður Samfylkingar sem er uppbótarmaðurinn þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé með fleiri atkvæði í kjördæminu, en á tímabili var það 3. maður Framsóknar. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar er fallinn miðað við stöðuna og hefur 31 mann á móti 32 mönnum hinna flokkanna, en 53% atkvæða hafa verið talin á landsvísu.