21/11/2024

Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Hólmavík

eldad_island_bordi_vef

Sunnudaginn 19. október opnar Rauði krossinn 48 fjöldahjálparstöðvar um land allt í fyrstu landsæfingu í neyðarvörnum frá upphafi.  Sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Klúbbur matreiðslumeistara leggur Rauða krossinum lið á landsæfingunni með því að reiða fram þjóðarréttinn, íslenska kjötsúpu. Á Hólmavík verður Rauða kross deildin á Ströndum með fjöldahjálparstöð í Félagsheimilinu og verður hún opin á milli 11:00-14:00 á sunnudaginn.