22/12/2024

186 tonnum af makríl landað í gær

645-mak2
Það er líf og fjör í Hólmavíkurhöfn og á bryggjunni þessa dagana. Í gær var landað 186 tonnum af makríl og 11,5 tonnum af öðrum tegundum af strandveiðibátum. Alls lönduðu 42 bátar í gær og margir oftar en einu sinni. Stóð löndunartörnin fram undir kl. 5 í nótt, en umtalsverð löndunarbið er á kvöldin þegar bátarnir koma allir inn. Þá voru flestir bátarnir farnir út aftur til veiða. Sumir veiða rétt framan við bryggjuna en aðrir inni í Steingrímsfirði. Í hádeginu í dag voru komin 30 tonn á land og margir bátar búnir að landa sem ekki lönduðu í gær, þannig að ennþá er að bætast í veiðiflotann sem gerir út á makríl í Steingrímsfirðinum. Eftir löndun rjúka menn aftur á veiðar.

645-mak3 645-mak10 645-mak2 645-mak7 645-mak9 645-mak5 645-mak6 645-mak8 645-mak4 645-mak11 645-mak12 645-mak1

Makrílvertíð á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson