23/12/2024

17. júní gleði á Hólmavík

Nú er alveg að koma 17. júní og verður haldið upp á það á Hólmavík með pomp og prakt eins og vanalega. Andlitsmálun og blöðrusala hefst í félagsheimilinu á Hólmavík klukkan 11:00. Skrúðgangan leggur svo af stað úr félagsheimilinu niður í hvamminn neðan við kirkjuna klukkan 14:00 þar sem verður svaka stuð. Þar verður skemmtidagskrá með fjallkonu og farið í marga skemmtilega leiki. Glæsilegt kaffihlaðborð í Sauðfjársetrinu í Sævangi byrjar svo klukkan 14:00 og er til 18:00. Ókeypis verður inn á sýningar safnsins í tilefni dagsins.