22/12/2024

Vordagur í Grunnskólanum á Hólmavík

Vordagur Grunnskólinn Hólmavík

Það var kannski ekkert sérstaklega vorlegt á árlegum vordegi Grunnskólans á Hólmavík, en nemendur og starfsfólks skólans létu það ekkert á sig fá. Börnin á Leikskólanum Lækjarbrekku komu í heimsókn og allir skemmtu sér hið besta við leiki, kraftakeppni, pulsuát og fleira. Spákona var við störf í einni stofu skólans og var löng biðröð þar til að fá spádóm. Sólin lét hins vegar bara sjá sig í horninu á skilti nokkru sem hægt var að setja andlitið í gat á, gestum og gangandi til skemmtunar. Ljósmyndirnar af vordeginum tók Jón Jónsson.

Vordagur Grunnskólinn Hólmavík Vordagur Grunnskólinn Hólmavík Vordagur Grunnskólinn Hólmavík Vordagur Grunnskólinn Hólmavík Vordagur Grunnskólinn Hólmavík Vordagur Grunnskólinn Hólmavík Vordagur Grunnskólinn Hólmavík