30/10/2024

Tónleikar í Bragganum á Hólmavík

heidaolafs
Á laugardagskvöldið verða tónleikar með Heiðu Ólafs, Snorra Snorrasyni og gítarleikaranum Franz Gunnarssyni úr hljómsveitum eins og Ensími og Dr. Spock í Bragganum á Hólmavík. Leikin verður góð blanda laga úr öllum áttum og jafnvel að örfá frumsamin fái að fljóta með. Svo er gráupplagt að skella sér diskó á Café Riis eftir tónleikana. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 laugardaginn 19. apríl og er miðaverð 2.500.- krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri.