22/12/2024

Tilboð í Bjarnarfjarðarháls nokkuð yfir áætlun Vegagerðarinnar

IMG_3017

Tvö tilboð bárust í vegagerð um Bjarnarfjarðarháls sem var boðin út á dögunum og voru þau bæði nokkuð yfir fjárhagsáætlun. Þetta kom í ljós þegar tilboðin voru opnuð í dag. Lægra tilboðið átti Borgarverk ehf í Borgarnesi upp á tæpar 338 milljónir, en Skagfirskir verktakar ehf á Sauðárkróki buðu rúmar 413,3 milljónir. Áætlaður verktakakostnaður var hins vegar rúm 281,2 milljónir.