22/12/2024

Þríþraut Héraðssambands Strandamanna á laugardaginn

580-sund-holma3

Árleg þríþrautarkeppni Héraðssambands Strandamanna (HSS) verður haldinn nú á laugardaginn, þann 6. september,  á Hólmavík og hefst keppnin kl. 14:00. Í þríþrautinni er hlaupið, hjólað og synt og eru vegalengdir þrautarinnar eftirfarandi og í þessari röð: Fyrst er 5 km víðavangshlaup (Borgirnar) og byrjað við Íþróttamiðstöðina, síðan eru hjólaðir 8 km (Óshringurinn) og loks er synt 200 m (sundlaugin á Hólmavík). Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma og taka þátt í þessari þolraun og hafa gaman að, sem er auðvitað aðal markmiðið. Keppnin er ætluð öllum aldurshópum. Það þarf engan sérstakan útbúnað nema reiðhjól sem kemst um malarveg og síðan sundföt. Keppendur fá svo frítt í sund og heitu pottana eftir keppni. Ekkert keppnisgjald. Skráning fer fram á tölvupósti: tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða á staðnum. 

Keppni mun hefjast stundvíslega klukkan 14:00 laugardaginn 6. september í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur. Mælt er með því að keppendur mæti tímanlega!