22/12/2024

Þorrablót á Borðeyri 22. febrúar

640-bordeyri1
Laugardaginn 22. febrúar næstkomandi halda Ungmennafélagið Harpa og Kvenfélagið Iðunn sitt árlega þorrablót í skólahúsinu á Borðeyri. Veitingaþjónustan Krásir sér um matinn og
hljómsveitin Kopar spilar fyrir dansi. Skemmtiatriði eru í höndum heimamanna. Aðgangseyrir kr 6.500 (engin hækkun frá fyrra ári), posi verður á staðnum, sem og sjoppa. Húsið opnar kl. 20:00, skemmtunin hefst kl: 20.30. Um pantanir á blótið sjá Ásdís s. 451-1123 / 849-7891 og Guðrún s. 451-1169 / 864-4869 og þurfa þær að berast fyrir föstud. 21. febrúar