22/12/2024

Þemadagar í Grunnskólanum Hólmavík

IMG_7970

Þemadagar voru í Grunnskólanum á Hólmavík fyrir skemmstu og mikið um dýrðir. Á föstudegi var svo foreldrum og aðstandendum boðið í heimsókn til að sjá afrakstur þemadaganna og var í mörg horn að líta. Heimsóknin hófst á því að lúðrar, flautur og skólabjöllu var hringt með hávaða og látum í sjö mínútur til að minna á baráttuna gegn einelti sem þarf að standa alla sjö daga vikunnar. Síðan gaf að líta margvíslegan afrakstur ólíkra smiðja, en í gangi höfðu t.d. verið leiktækjasmiðja, hljóðfærasmiðja, mósaík- og listasmiðja, matreiðsluhópur, tuskudýragerð og margt margt fleira skemmtilegt.

IMG_7972 IMG_7975 IMG_7979 IMG_7984 IMG_7990 IMG_7991 IMG_7998 IMG_8014 IMG_8018 IMG_8032 IMG_8033