22/12/2024

Spenningur magnast vegna EM

Kvikmyndatökumaður strandir.saudfjarsetur.is fór í Íþróttamiðstöðina í dag og tók nokkra Hólmvíkinga tali um EM í handbolta sem hefst á fimmtudaginn í Noregi. Viðmælendur voru beðnir um að spá í úrslit fyrstu viðureignar Íslendinga og Svía og spá fyrir um úrslit riðilsins. Því miður vegna tæknilegra örðugleika þá glötuðust upptökur af öðrum viðmælendum strandir.saudfjarsetur.is en þeim sem koma fram í meðfylgjandi myndbandi og eru viðkomandi beðnir velvirðingar á því. Minnt er á að hægt verður að sjá alla leikina í riðlakeppninni beint á stóru tjaldi á Galdrasafninu á Hólmavík.

.