23/12/2024

Snjór í Norðurfirði 1. maí

Norðurfjörður

Það var heldur vetrarlegt um að litast í Norðurfirði á Ströndum þann 1. maí þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is á leið þangað með félögum sínum úr Bridgeklúbbi Hólmavíkur til að keppa á héraðsmóti Héraðssambands Strandamanna í bridge. Snjór var á vegi hér og hvar á Bölum og Veiðileysuhálsi og smávegis skafrenningur. Í Norðurfirði var hins vegar ljómandi fallegt veður, þótt gengi á með éljum og jörð væri hvít niður að sjó.

Höfnin í Norðurfirði Bátar á landi í Norðurfirði Á bryggjunni í Norðurfirði Í Norðurfirði Norðurfjörður

 

Norðurfjörður á Ströndum – ljósm. Jón Jónsson