22/12/2024

Skíðagöngumót á skírdag

580-skemmtiferd-skidi

Sparisjóðsmót í skíðagöngu verður haldið í Selárdal á skírdag, 24. mars kl. 11. Gengið verður með hefðbundinni aðferð. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum: Karlar 17 ára og eldri 15 km, konur 17 ára og eldri 7,5 km, 15-16 ára 7,5 km, 13-14 ára 5 km, 11-12 ára 3,5 km, 9-10 ára 2,5 km og 8 ára og yngri 1 km. Skráning fer fram á staðnum og er mótið öllum opið. Eftir mót fá allir þátttakendur páskaglaðning frá Sparisjóði Strandamanna.