22/12/2024

Réttir á Ströndum

580-skardsrett8

Fjallskilaseðill í Strandabyggð fyrir árið 2016 liggur nú fyrir og aðgengilegur undir þessum tengli á vef sveitarfélagsins Strandabyggðar. Samkvæmt honum verður réttað í Strandabyggð sem hér segir: Skeljavíkurrétt við Hólmavík föstudaginn 9. september kl. 16:00, Staðarrétt í Steingrímsfirði sunnudaginn 11. september kl. 14:00, Kirkjubólsrétt í Tungusveit í nýrri rétt sem nú er verið að reisa sunnudaginn 18. september kl. 14:00 og í Broddanesi í Kollafirði sunnudaginn 18. september kl. 16:00. Samkvæmt Bændablaðinu verður réttað í Skarðsrétt í Bjarnarfirði laugardaginn 17. september um kl. 14:00 og sama dag í Hvalsárrétt í Hrútafirði og Melarétt í Árneshreppi. Í Kjósarrétt í Árneshreppi verður samkvæmt sömu heimild réttað 24. september.