22/12/2024

Réttardagar í Árneshreppi og Strandabyggð

Búið er að birta fjallskilaseðla fyrir Strandabyggð og Árneshrepp á vefnum og því dálítið farið að skýrast hvenær verður réttað á Ströndum. Samkvæmt fjallskilaseðli Strandabyggðar verður réttað í Skeljavíkurrétt föstudaginn 8. sept. kl. 16:00, Staðarrétt sunnudaginn 10. sept. kl. 14:00 og Kirkjubólsrétt sunnudaginn 17. sept. kl. 14:00. Réttarkaffi verður á boðstólum í Sauðfjársetrinu í Sævangi þegar réttað er í Kirkjubólsrétt. Samkvæmt fjallskilaseðli Árneshrepps verður réttað í Melarétt laugardaginn 16. sept. og Kjósarrétt laugardaginn 23. sept.