23/12/2024

Minni styrkveitingar Strandabyggðar

Í lok ársins 2015 voru samþykktar reglur um styrkveitingar hjá Strandabyggð til minni verkefna, en nú er auglýstur umsóknarfrestur til 8. mars næstkomandi til að sækja um styrki allt að 100 þúsund. Markmiðið með styrkjum er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi.

Er þetta fyrri umsóknarfrestur ársins, en sá síðari er til 1. september. Hægt er að finna umsóknareyðublað og reglur um þessar styrkveitingar á vef sveitarfélagsins www.strandabyggd.is. Ef áhugi er á að sækja um styrk umfram 100 þúsund krónur, skal leitað eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið.