22/12/2024

Lokasýningar á Skilaboðaskjóðunni á Hólmavík

skilaboda

Lokasýningar á Skilaboðaskjóðunni sem er samstarfsverkefni Leikfélags Hólmavíkur og Grunn- og tónskólans á Hólmavík verða nú um páskahelgina. Tvær sýningar verða í félagsheimilinu á Hólmavík, sú fyrri á páskadag kl. 19:00 og sú seinni á annan í páskum kl. 14:00. Þegar hafa yfir 200 manns séð leikritið sem þykir afbragðs vel heppnað. Pöntunarsími hjá Leikfélaginu er 693-3474 (Ester).