23/12/2024

Leitað að verslunarstjóra í Norðurfirði

Norðurfjörður
Á vef ruv.is kemur fram að enginn hefur fengist til að reka verslunina í Norðurfirði í Árneshreppi í vetur. Verslunin er útibú frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar í Hólmavík. Staðan hefur verið auglýst síðan í sumar en enginn verið ráðinn. Í fréttinni segir Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti hreppsins áhyggjuefni ef enginn fæst í starfið. Frá janúar fram í mars eru vegurinn í Árneshrepp yfirleitt ekki ruddur, því geta íbúar lokast inni á þeim tíma. Jón Eðvald Halldórsson Kaupfélagsstjóri á Hólmavík segir að ráðning sé í vinnslu og er bjartsýnn á að verslunarstjóri finnist.