23/12/2024

Kynning um Markaðsstofu, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálasamtök Vestfjarða

645-skeljaviksol1

Markaðsstofa Vestfjarða, Ferðamálasamtök Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir kynningarfundum á Vestfjörðum í þessari viku og er fyrsti fundurinn á Hólmavík í dag, mánudaginn 10. febrúar kl. 12:00-13:30. Fundurinn verður haldinn á Café Riis og verður hægt að kaupa súpa og brauð á þessum hádegisfundi. Allir ferðaþjónar eru eindregið hvattir til að mæta á fundinn og einnig allir aðrir sem áhuga hafa á starfsemi þessari. Síðar í dag verður svo fundur á Reykhólum kl. 16:00-17:30 í matsalnum í Reykhólaskóla. Á þriðjudag verður svo fundur á Tálknafirði kl. 12:00 á Hópinu. Á fundunum mun Díana Jóhannsdóttir kynna starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og sameiginlegt markaðsátak sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Fulltrúi Ferðamálasamtaka Vestfjarða mun kynna starfsemi samtakanna og sameiginleg verkefni þeirra og Markaðsstofunnar. Sigríður Ó. Kristjánsdóttir mun kynna starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.