22/12/2024

Kristjana Stefáns og Svavar Knútur í Hólmavíkurkirkju

Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns fagna 10 ára samtarfi um þessar mundir og að því tilefni koma þau saman á sinni árlegu sumar tónleikaferð og halda tónleika í Hólmavíkurkirkju 18. júlí kl. 20. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba, ljóðalestri og gamansagna. Kristjana og Svavar hafa síðan 2008 haft unun af því að syngja saman dúetta og komið fram víða um land við gríðargóðar undirtektir. Þau gáfu út dúettaplötuna Glæður árið 2011 sem er löngu uppseld hjá útgefanda.

Miðaverð er kr. 3.900 og fer forsala fram á tix.is og við innganginn. Ath frítt fyrir börn.