22/12/2024

Jólastemmning á Hólmavík

{mosvideo xsrc="jolaljos06" align="right"}Það er orðið jólalegt um að litast á Ströndum jafnt og annarsstaðar á landinu. Snjórinn liggur yfir öllu en þess er skamms að bíða að sunnanáttin komi við á Ströndum og komi í veg fyrir að jólin verði jafn hvít og útlit væri annars fyrir. Kvikmyndatökumaður strandir.saudfjarsetur.is notaði tækifærið í dag, meðan birtan leyfði, og myndaði nokkrar jólaskreytingar á Hólmavík. Það er einungis vika til jóla og ekki seinna að vænta að finna jólaskapið og koma því fyrir á réttum stað. Það reyndi tökumaðurinn sem mest hann mátti og raulaði með lagstúf sem einhverra hluta vegna kemur honum í jólaskap. Svona fara nú jólin misjafnlega í menn, en myndirnar tala sínu máli.

Smellið hér til að opna myndbandið í nýjum glugga.