22/12/2024

Hátíð fer í hönd á Hólmavík

jolatonleikar-holm1

Veglegir jólatónleikar verða haldnir í Hólmavíkurkirkju þann 11. desember kl. 20:00 undir yfirskriftinni Hátíð fer í hönd. Þar mæta vestfirskir tónlistarmenn og troða upp, margir þeirra Strandamönnum að góðu kunnir og flytja jólaperlur úr ýmsum áttum.  Flytjendur eru Dagný Hermannsdóttir, Hjalti Karlsson, Hulda Bragadóttir, Jón Hallfreð Engilbertsson, Jón Mar Össurarson, Samúel Einarsson, Sigrún Pálmadóttir, Stefán Jónsson og Svanhildur Garðarsdóttir. Aðgangseyrir er kr. 4.000.-