22/12/2024

Guðsþjónustur á Ströndum um páskana

580-arneskirkja-ny

Í dreifibréfi frá Hólmavíkurprestakalli kemur fram að guðsþjónustur verða í flestum kirkjum á Ströndum um páskana. Á skírdag verður guðsþjónusta í Óspakseyrarkirkju kl. 11:00. Á föstudaginn langa verður guðsþjónusta í Árneskirkju kl. 13:0 og í Kollafjarðarneskirkju kl. 17:00. Á laugardaginn verður guðsþjónusta í Drangsneskapellu kl. 14:00 og á sunnudaginn í Hólmavíkurkirkju kl. 11:00.