23/12/2024

Glitský á himni

glitský

Í morgun mátti sjá ljómandi fallegt glitský á himni við Steingrímsfjörð á Ströndum og raunar víðar norðanlands. Hér á myndinni er húsið á Höfðagötu 2 á Hólmavík í forgrunni og myndin er tekin að morgni dags. Glitský eru marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu í 15-30 km hæð, en undir hefðbundnum aðstæðum myndast ekki ský í heiðhvolfinu. Þegar raki þrýstist úr veðrahvolfinu upp í heiðhvolfið, getur lágt hitastig heiðhvolfsins þétt rakann í ískristalla og ásamt saltpétursýru mynda þeir glitský í hitastigi á bilinu -70 til -90 gráður á celsíus. Litirnir myndast þegar sólarljósið beygir í kristöllum glitskýja.