22/12/2024

Glæsileg norðurljós á Ströndum

nordurlj-ip2

Heilmikil norðurljós hafa prýtt næturhiminn á Ströndum síðustu kvöld og hafa margir verið á kreiki utandyra að njóta dýrðarinnar. Sveinn Ingimundur Pálsson á Hólmavík var úti með myndavélina í gærkveldi þegar norðurljósadýrðin var sem mest og smellti af glæsilegum myndum í Skeljavík og við Víðidalsá. Fleiri myndir má nálgast á heimasíðu Munda.

nordurlj-ip1

Norðurljós á Ströndum: Víðidalsá – ljósm. Sveinn Ingimundur Pálsson.